Uloba til umræðu

08.04.2008

Uloba til umræðu

Á laugardagsfundi HEILAHEILLA 5. apríl s.l. var aðalumræðuefnið félagssamtökin ULOBA á Norðurlöndum.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, vakti athygli fundarmanna á þeirri umræðu sem fram á að fara á vegum Sjálfsbjargar og fleiri samtaka, s.s. , Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefna, eru með í undirbúningi ráðstefnu laugardaginn 27. september 2008 um borgarastýrða persónubundna aðstoð (BPA).  Um er að ræða það þegar fatlaðir sjálfir ráða alfarið og velja sinn aðstoðarmann, hvað hann gerir og hvenær. 

ULOBA – er samvinnufélag (co-operative) um einstaklingsmiðaða aðstoð (personal assistance).  Á fundinum tóku til máls, auk formanns, Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grensásdeildar. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, frá Vinun og Bergþóra Annasdóttir, málsvari aðstaendahóps Heilaheilla.  Þau Bergþóra, Gunnar, Ingólfur og Gunnhildur samþykktu að vera “stýrihópur” félagsins í umræðunni um málefnið.  Fundarmenn gæddu sér á góðu kaffi og meðlæti “kaffihópsins” sem á hrós skilið fyrir sitt framtak.

Sjá myndir!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur