
Fulltrúar HEILAHEILLA, Birgir Henningsson og Kristín Stefánsdóttir, sátu þing Sjálfsbjargar lsf. 2008, er haldið var í Reykjavík 16.-17. maí og við setningu þess ávarpaði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra samkomuna. Þar boðaði hún endurskoðun á heilbrigðiskerfinu og óskaði eftir góðu samstarfi við Sjálfsbörg í þeim fjölmörgu málum sem framundan eru við endurbætur og frekari uppbyggingu á íslenska velferðarkerfinu. Ragnar Gunnar Þórhallsson, var endurkjörinn formaður sambandsins og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, var endurkjörinn sem gjaldkeri þess. Margar ályktanir voru samþykktar og hægt að er nálgast þær hér.