HEILAHEILLARÁÐIÐ kom saman 7. maí sl. og mótaði stefnu félagsins fram að hausti. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson rakti helstu atriði í starfi félagsins á liðnu ári og kom víða við. Auk hans voru þau Ingólfur Margeirsson – Fæðsluhópur, Gunnhildur Þorsteinsdóttir – Kaffihópur, Birgir Henningsson – Þinghópur / Faðmur, Bergþóra Annasdóttir – Aðstandendur, Guðrún Jónsdóttir – Glitnissjópur, Kristján Eiríksson – Ferðahópur, Helga Sigfúsdóttir- Norðurhópur og Gunnhildur Þorsteinsdóttir og Bergur Jónsson – Kaffihópur. Greindi formaðurinn frá samstarfi Heilaheilla við Hollvinasamtök Grensáss og væntanlega að komu um endurhæfingu á nýjum Landspítala. Þá voru rædd fjármál og styrkir til Heilaheilla og í ráði væri að láta gera stutta kvikmynd um starfsemi félagsins næsta haust. Þá var ræddur mismunur á formi félagsaðildar að landsfélagi eins og Heilaheill og Sjálfsbjörgu. Lögð var áhersla á umræðuna er varðar “Notendastýrða þjónustu”. Innan Heilaheilla hafa þau Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grensásdeildar, Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, frá Vinun og Bergþóra Annasdóttir, málsvari aðstandenda Heilaheilla, þegar hafið starf í umræðunni. Þá voru rædd starf hópa Heillaheilla m.a. er Salgdagurinn áætlaður í október / nóvember 2008. Þá var greint frá fyrirhugaðri sumarferð í ágúst n.k. Helga Sigfúsdóttir sagði frá fjölgun félaga á norðurlandi og aðgang að nýrri félagsaðstöðu hjá eldri borgurum. Ingólfur Margeirsson ræddi kynningarmál og útgáfumál og Edda Þórarinsdóttir sagði frá ákvörðun stjórnar um gerð myndbands. Birgir Henningsson ræddi um nauðsyn þess að upplýsa betur um rétt súklinga og aðstandenda og að þær væru aðgengilegar hjá félaginu.