Mánudaginn 26. maí sl. var kynningarfundur um notendastýrða þjónustu í Hátúni 12, Reykjavík, sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu: Notendastýrð þjónusta: Hugmyndafræði og framkvæmd Nokkrir fulltrúar Heilaheilla vou á fundinum, auk Þóris Steingrímssonar, formanns, voru þau Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur, fræðslufulltrúi Heilaheilla, Gunnar Finnsson, rekstarhagfræðingur formaður Hollvinafélags Grensásdeildar og Margrét Sigurðardóttir, félgasfræðingur á Grensásdeild. Á fundinum var húsfylli og kynnti dr. Peter Anderberg hugmyndafræðina að baki notendastýrðri þjónustu og hvernig slík þjónusta hefur verið framkvæmd í Svíþjóð. Peter Anderberg er fræðimaður við háskólann í Lundi og meðlimur í Institute for Independent Living í Svíþjóð. Hann hefur sjálfur áralanga reynslu af notendastýrðri þjónustu. Lögðu fulltrúar Heilaheilla spurningar fyrir Peter, er hann svaraði skilmerkilega. Það er ljóst að félögum Heilaheilla er í mun að þessi umræða fari að taka á sig verklega framkvæmd og hefur þegar boðið Sjálfsbjörg fram þátttöku sína, er að henni kemur.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.