
Þann 27. maí sl. hittust fulltrúar SAMTAUGAR [sem Heilaheill er aðili að] og LSH á B2, á grundvelli yfirlysingar er aðilar undirrituðu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og félaga taugasjúklinga á taugadeild sjúkrahússins 2005, að viðstöddum Jóni Kristjánssyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, er vottaði samkomulagið með undirskrift sinni. Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) telur það skyldu sína að rækta samband við almenning og ástunda samvinnu og samráð við hagsmunasamtök sjúklinga. Í samstarfi félaga taugasjúklinga eru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Heilaheill var með, fyrst félaga, í þessu sameiginlega fræðsluverkefni aðila og næsta skref eru annarra félaga að taka við á nýju ári. Á þessum fundi skiptust aðilar á skoðunum og töldi sig styðja við hvorn annan í báráttu fyrir betri þjónustu fyrir skólstæðinga félaganna.