Ein „gátt“ fyrir alla!

Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sótti fund er heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson boðaði til íheilbrigðisráðuneytinu föstudaginn 13. Júní s.l. að Vegmúla 3.  Þórir sat fundinn f.h. framkvæmdastjórnar SJÁLFSBJARGAR og HEILAHEILLA, ásamt fulltrúum annarra hagsmunaaðila sjúklingafélaga og öryrkja, þá  innan ÖBÍ o.fl..  Þarna voru einnig fulltrúar frá félagþjónustu Reykjavíkurborgar, Jórunn Frímannsdóttir, Stella Viktorsdóttir auk fulltrúa ráðuneytisins o.fl.  er kynntu breytingar sem verið er að vinna að varðandi flutning heimahjúkrunar frá ríki til Reykjavíkurborgar (sveitarfélags) og sameina við félagslega heimaþjónustu, með einni „gátt“.  Öllu fulltrúum fannst mikið til koma og hrósuðu ráðuneytinu fyrir þá frumkvæðisvinnu sem hefur verið innt af hendi.   Stýrihópur á vegum ráðuneytisins hefur verið að vinna að væntanlegri breytingu og vill fá til sín fulltrúa notenda.   Það er því vert að félagar HEILAHEILLA fylgist vel með umræðunni, er tengist ULOBA-umræðu félagsins.   

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur