Aðalfundur HG 2008

Aðalfundur Hollvina Grensásdeildar var haldinn í Safnaðarheimili Grensáskirkju miðvikudaginn 2. júlí sl..  Var hann fjölsóttur og eftir skýrslu formanns, Gunnar Finnsonar, sem er rekstrarhagfræðingur og fv. varaframkvæmdastjóri hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni, tóku nokkrir fundarmenn til máls, m.a. Stefán Yngvason sviðsstjóri lækninga, endurhæfingarsviðs á Grendásdeildar, Ásgeir B. Ellertsson, fyrrum yfirlæknir á Grensásdeild, Guðrún Pétursdóttir, starfsmaður Háskóla Íslands, Edda Bergmann o.fl..  Var stjórninni þökkuð störfin og ný stjórn hvött til dáða um stækkun Grensásdeildar og verndunar þeirrar þekkingar sem þar fer fram.  Þau Sveinn Jónsson og Anna Geirsdóttir, gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn og skipa því nýja stjórn þau Edda Bergmann,  Guðrún Pétursdótttir, Gunnar Finnsson,  Sigmar Þór Óttarsson og Þórir Steingrímsson og til vara Ásgeir B. Ellertsson og Baldvin Jónsson, en þeir Bergur Jónsson og Ellert Skúlason voru endukosnir skoðunarmenn reikninga.   

Sjá myndir af fundinum hér!

Sjá VIDEO af fundinum hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur