Notendastýrð umræða!

Heilaheill hélt sinn fyrsta „Laugardagsfund“ 6. september s.l. og var hann vel sóttur.  Formaðurinn Þórir Steingrímsson, flutti skýrslu og nokkrir talsmenn málefnahópanna greindu frá stöðu hvers hóps fyrir sig og greindu frá því hvað væri framundan, s.s. Slagdagurinn, Styrktartónleikar á vegum Faðms, málþing um notendastýrða þjónustu í september o.s.frv..  Formaðurinn greindi frá því er kom fram á fundi stjórnar Öryrkjabandalagsins, en hann er varamaður fulltrúa Sjálfsbjargar þar 4. september s.l..  Hæst bar þó á góma framtíðarverkefni Heilaheilla, sem eru að vísu margvísleg, en einna helst var rætt um notendastýrða þjónustu.   Innan Heilaheilla er verkefnahópur er fjallar um ULOBA – samvinnufélag (co-operative) eða um um einstaklingsmiðaða aðstoð (personal assistance), sem í eru Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, Gunnar Finnsson, rekstarhagfræðingur og formaður Hollvina Grensásdeildar, Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, frá Vinun og Bergþóra Annasdóttir.  Þeir Gunnar og Ingólfur greindu frá störfum hópsins og lögð var fram á fundinum verkefnaáætlun sem fundarmenn tóku vel undir.  Þá fræddi Steinunn I. Jakobsdóttir fundarmenn um marga möguleika fyrir þá sem verða illa úti af völdum heilaskaða vegna slags.

Myndir af fundinum hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur