
Laugardagsfundur HEILAHEILLA hófst með skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, er rakti stöðu mála eftir málþing um notandastýrða þjónustu þann 27. september s.l. . Lagði hann áherslu á að félagsmenn fylgdust vel með umræðunni og vakti athygli m.a. á starfsemi málefnahóps félagsins um notendastýrða þjónustu. Taldi að málefnið fengi ekki nægjanelgan hljómgrunn inna ÖBÍ. Eftir hann talaði Albert Páll Sigurðsson, læknir og taugasérfræðingur og ræddi um nýjungar í greininni og lagði áherslu á „Slagdaginn“ 25. október n.k. . Að lokum skipulagði Edda Þórarinsdóttir hópastarf „Viðbragðshópsins“ eða „Björgunarliðsins“, er aðstoðaði við framkvæmd dagsins.