
Framkvæmdahópur „Slagdags“ HEILAHEILLA kom saman 10.10.2008 í fundarherbergi LSH, Fossvogi, og undirbjó í verkefni félagsins á þessum degi í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni, Smáralindinni og við Glerártorg á Akureyri frá, frá kl.13:00-16:00 laugardaginn 26.10.2008 undir slagorðunum „Áfall er ekki endirinn!“ og „Þetta er ekki búið!“. Markmiðið er að koma á framfæri fræðslu um sjúkdóminn til þess að bjarga mannslífum. Hér á landi er um 700 manns er fá heilaslag á ári, eða u.þ.b. 2 á dag. Reikna má með að 1 af hverjum 7 fá slag á lífsleiðinni, 2 einstaklingar af 1000 fái slag árlega og um 8 af 1000 séu með menjar slags á hverjum tíma.