
Hinn árlegi slagdagur félagsins var haldinn 25.10.2008 í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni, Smáralindinni og á Glerártorgi. Bæði sjúklingar, aðstandendur, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir fagaðilar, veittu upplýsingar um félagið og gerðu fagaðilar m.a. ókeypis áhættumat á gestum og gangandi og veittu þeim upplýsingar um sjúkdóminn. Félagið samanstendur af þeim er fengið hafa slag [heilblæðingar, blóðtappa eða súrefnisþurrð af einhverju tagi], aðstandendum, fagaðilum svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum er áhuga hafa á málefninu. Markmiðið er að koma á framfæri fræðslu um sjúkdóminn til þess að bjarga mannslífum. Hér á landi er um 700 manns er fá heilablóðfall á ári, eða u.þ.b. 2 á dag. Reikna má með að 1 af hverjum 7 fá slag á lífsleiðinni, 2 einstaklingar af 1000 fái slag árlega og um 8 af 1000 séu með menjar slags á hverjum tíma.