
Páll Árdal sem er búsettur á Akureyri, var í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4, út af slagi er hann fékk. Þar fer Páll yfir sjúkrasögu sína er hann varð fyrir áfalli í byrjun þessa árs og hefur náð sér mikið eftir velheppnaða og sérstaka aðgerð. Þessi saga hans sýnir að tækninni hefur fleygt mikið fram á þessum sviðum. Það kom einnig fram í viðtalinu að kona hans hafi þurft að reyna mikið og fékk hann stuðning frá henni. Það er fróðlegt fyrir alla aðila að fylgjast með þessu viðtali, þar sem Páll hefur ekki látið deigan síga og sannast slagorð Heilaheilla „Þetta er ekki búið“ og „Áfall er ekki endirinn“ og tók hann þátt í Slagdegi félagsins á Glerártorgi um daginn.