
Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, var á fundi með hjúkrunarfræðinemum í Háskóla íslands, samkvæmt beiðni Helgu Jónsdóttur, prófessors. Fundurinn var í kennslustofu við Eiríksgötu, og var Þórir fyrir svörum ásamt fulltrúum Hjartaheilla og Giktarfélagi íslands. Rætt var um stöðu langveikra. Eftir að fulltrúarnir fluttu sínar tölur, voru margar fyrirspurnir bornar fram. Heilaheill lagði ríka áherslu að fræðsluhlutverk sitt og með hvaða hætti þessum fróðlek væri komið á framfæri.