
Laugardagsfundur HEILAHEILLA hófst samkvæmt venju á ræðu formannsins Þóris Steingrímssonar og flutti hann skýrslu stöðu félagsin á þessum tímum. Þá greindi hann frá því að hann og Pétur Rafnssons hefðu farið fyrir heilbrigðiisnefnd Alþingis og fylgt erindi HEILAHEILLA um fjárveitingu eftir. Þá las Ingólfur Margeirsson úr bók sinni um Sæma rokk og síðan kom Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins og formaður alþjóðasamtaka MND-sjúklinga heimsókn HEILAHEILL á laugardagsfundi 6. desember 2008. Flutti hann áhugavert erindi um sjálfan sig sem tilraunverkefni um notendastýrða þjónustu og svaraði mörgum fyrirspurnum og sagði meðal annars að fýla væri mesta fötlunin! Þá greindi Bryndís Bragadóttir frá sínum högum frá því að hú fékk áfall fyrir u.þ.b. 10 árum.