
Nokkrir fulltrúar SAMTAUGAR, samráðshóps taugasjúklingafélaga, hittust á fundi mánudaginn 8. desember 2008 og ræddu ástandið á B2 Taugadeild Landsspítalans. Umræðurnar spunnust um hvað væri hægt að gera í því ástandi sem þjóðfélagið er nú í. Þeir Guðjón Sigurðsson, Þórir Steingrímsson, Ásbjörn Einarsson og Pétur Halldór Ágústsson, forsvarsmenn samráðshópanna, voru sammála að óska eftir fundi með yfirstjórn Landspítalans og greina frá viðhorfum þessara sjúklingafélaga til framtíðarinnar.