
Fyrsti laugardagsfundur Heilaheilla var haldinn á nýju ári 3. janúar og var fjölsóttur. Flutti Þórir Steingrímsson, formaður, stutta skýrslu um stöðu félagsins. Þá var sérstaklega boðin velkomin á fundinn Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir, arkitekt, er fékk heilaslag 2001 og eftir aðdáunarverða endurhæfingu hefur henni hefur tekist að vinna á bug á áfallinu og er komin aftur út í atvinnulífið. Sýndur var Kompásþáttur Stöðvar 2 um heilaslag er sýndi endurhæfingu hennar og Steinunnar Ingibjargar Jakobsdóttur á s.l. ári. Flutti hún stutta tölu og svaraði fyrirspurnum og að lokum var sýnt viðtal er sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri [útibú Stöðvar 2] hafði við Pál Árdal, verkamann á Akureyri, um heilaslag er hann fékk í janúar 2008 og um þá aðgerð er hann fór í. Fundarmenn ræddu mikið saman og gæddu sér á góðu kaffi framreiddu af „kaffihópnum“.