Venjubundinn og fjölsóttur laugardagsfundur félagsins var haldinn í Rauða salnum, í Sjálfbjargarhúsinu, Hátúninu 7. febrúar s.l.. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, flutti skýrslu um stöðu félagsins og að framundan væri aðalfundur þess 28, febrúar n.k. Eftir skýrslu sína bauð hann sérstaklega velkominn gest fundarins, Eyvind Erlendsson, bónda, smið, rithöfund, þýðanda, ofl., er hafði orðið fyrir slagi í 3-4 skipti, hjartaáfalli og jafnvel taugaáfalli. Flutti hann tölu um sína endurhæfingu og hafði orð á því að menn mættu ekki missa kjarkinn. Eftir fyrirlesturinn var drukkið kaffi sem „kaffihópurinn“ reiddi fram. Eftir kaffið báru menn bækur sínar saman og hugað var að framtíðaráformun félagsins.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.