
Fyrsti stjórnarfundur HEILAHEILLA var haldinn í fundarherbergi B2 Taugadeildar Landspítalans í Fossvogi. Þar voru nokkur mál tekin fyrir, en aðalumræðuefnið var undirbúningsvinna fyrir aðalfundinn sem verður haldinn 28. febrúar 2009 kl.14:00 í Hringsalnum, við Hringbraut. Þá var einnig rædd þátttaka HEILAHEILLA í „Go red for whomen“, sem verður í Ráðhúsinu í Reykjavík 22. febrúar n.k.. Þar verður félagið með sérstaka kynningu ásamt Hollvinum Grensásdeildar og Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur, verður með fyrirlestur sem framlag HEILAHEILLA á ráðstefnunni. Mikil og skemmtileg verkefni eru framundan fyrir félagsmenn og ekki séð fyrir endann á þeim.