
HEILAHEILLARÁÐIÐ fundaði 20.03.2009 þar sem fjallað er um framtíðaráform félagsins og mættu þau Þórir Steingrímsson [formaður], Edda Þórarinsdóttir [gjaldkeri], Guðrún Jónsdóttir [Glitnishópurinn], Sigurður H Sigurðarson [aðstandendur], Birgir Henningsson [ferðahópurinn], Pétur Rafnsson [fjáröflunarhópurinn] og Albert Páll Sigurðsson [fagaðili+stjórn] en þau Katrín Júlíusdóttir [Faðmur], Helga Sigfúsdóttir [norðurdeildin], Ingólfur Margeirsson [fræðsluhópurinn] og Gunnhildur Þorsteinsdóttir [kaffihópurinn] boðuðu fjarveru sína og báðu um góðar kveðjur. Á fundinum gáfu talsmenn hópanna sínar skýrslur, starfsemi félagsins virðist vera í góðum farvegi og fjárhagurinn er ennþá skuldlaus. Fram komu margar hugmyndir, en meginmarkmið félagsins er að efla tengsl sín við LSH, Grensásdeild, Reykjalund og Kristneshæli [FSA]. Þá kom fram að félagið muni leitast við að koma á sambandi við systursamtökin sín á Norðurlöndum.