Á fjölsóttum fundi HEILAHEILLA er haldinn var í Reykjavík 4. apríl sl. var Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, sérstakur gestur og var fyrir svörum spurningum fundarmanna og skýrði hann stöðu ráðuneytisins, er varðar bráðameðferð taugasjúklinga, lyfjagjöf og endurhæfingu. Kom fram í máli hans að verið væri að endurskoða í ráðuneytinu er varðar endurhæfingarþáttinn, ekki bara á Grensásdeild, heldur einnig á Reykjalundi, Kristnesi á Akureyri og víðar. Fóru fundarmenn yfir þessa stöðu með ráðherranum og var gerðu góður rómur að máli hans.
Sjá myndir hér! Sjá video hér!