
Ragnar Guðni Axelsson, ljósmyndari, hélt fyrirlestur á góðum fundi HEILHAEILLA að Bugðusíðu 1 (Bjargi) í sal Félags aldraðra á Akureyri fimmtudaginn 7.maí s.l. Með honum var Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og spjallaði hann um málefni félagsins og greindi frá uppbyggingu þess. Kynnti hann m.a. notendastýrða þjónustu, breytingu á áherslu á markmiðum félagins og samskipti þess við háskólasamfélagið og stjórnvöld í ýmsum málefnum. RAX var með eftirminnilega ljósmyndasýningu um Grænlandsför sína og þá las Edda Þórarinsdóttir, leikkona, upp og skemmti gestum.