
Fyrsti fundur um söfnun til eflingar Grensásdeildar var 3. júní sl. var haldinn þar með þeim Eddu Heiðrúnu Bachman, leikkonu og leikstjóra, Kolbrúnu Halldórsdóttur, leikstjóra og fyrrverandi ráðherra og stjórn Hollvina Grensásdeildar, þeim Gunnari Finnssyni formanni, Þóri Steingrímssyni varaformanni, Guðrúnu Pétursdóttur ritara, Þórunni Þórhallsdóttur gjaldkera og Eddu Bergman meðstjórnanda. Fundarmenn skiptu með sér verkum og ætlunin er að funda um undirbúning söfnunarinnar einu sinni enn fyrir sumarfrí.