
Edda Heiðrún Bachmann, leikkona, tók á móti Gunnlaugi Júlíussyni hlaupara, við Þelamarkarskóla, við Eyjafjörð, ásamt formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, sem jafnframt er varaformaður Hollvinafélags Grensásdeildar. Sagði Gunnlaugur við Morgunblaðið að þetta hafi verið búið að vera afskaplega skemmtilegt og vel heppnað hlaup. Á sex dögum hljóp hann frá Reykjavík til Akureyrar í þeim tilgangi að leggja Grensásdeildinni lið og vekja athygli á fjársöfnun sem Edda Heiðrún Backman ýtti úr vör fyrir nokkru. Heilaheill hefur reynt eftir mætti að styðja við Hollvinasamtök Grensásdeildar með svæði á heimasíðunni, en Hollvinafélagið er um þessar mundir að koma upp sinni eigin heimasíðu í tengslum við söfnunina. Gunnlaugur sagði að það hafi verið fyrst og fremst gaman að geta lagt Hollvinasamtökum Grensásdeildarinnar lið og það væri það sem mestu máli skiptir.