
Það var mikið um að vera á Grensásdeild þegar Gunnlaugur Júlíusson, hlaupari afhenti rúmlega 1,3 milljónum til styrktar Grensásdeild, er hann safnaði í hlaupi frá Reykjavík til Akureyrar á dögunum á mót Ungmennafélags Íslands. Frétt og fréttamynd af atburðinm er að finna hér á heimasíðu HEILAHEILLA undir fréttum og VIEDO. Hann afhenti féð í gær og voru það Hollvinasamtök Grensásdeildar og Edda Heiðrún Backman leikkona sem tóku á móti fénu. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, er varaformaður samtakanna, enda hefur félagið stutt við bakð á samtökunum frá upphafi, þar sem margir skjólstæðinga þess hafa notið hinnar frábæru þjónstu sem deildin veitir. Ungmennafélag Íslands skipulagði hlaupið ásamt Gunnlaugi, en með því vildu þau vekja athygli á fjársöfnun Eddu Heiðrúnar fyrir deildina. Verkefnið heitir „Á rás fyrir Grensás“ og var Gunnlaugur fyrstur manna til að hlaupa fyrir átakið. Söfnunin fer fram í haust og það er von manna að fleiri munu bætast í hópinn þegar fram líða stundir.