
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson tók þátt í pallborðsumræðum fimmtudaginn 24. september á vegum Háskóla Íslands við Eiríksgötu, með hjúkrunarfræðinemum á 3ja ári. Umræðan snérist um m.a. um sjónarmið fulltrúa félaga langveikra sjúklinga og nemenda. Það var greinilegt að hjúkrunarfræðinemarnir tóku sérstakalega upp umræðuna um NPA [Notendastýrða persónulega aðstoð]. Meðal Þóris voru fulltrúar frá gigtveikum og lungnasjúkum. Margar fyrirspurnir voru bornar upp og umræðunum stjórnaði Þórey Jenný Gunnarsdóttir , umsjónarkennari, PhD, RN, MS og lektor við hjúkrunarfræðideild skólans.