
Um miðjan ágúst 2009 lögðu þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Ingólfur Margeirsson, fræðslufulltrúi félagsins, Birgir Henningsson og Guðni Már Henningsson, drög að „Vef-Útvarpi HEILAHEILLA“ á heimasíðu þess. Nú er hægt að hlusta á ýmsan fróðleik um slagið, m.a. í viðtalsþáttum við sjúklingana, aðstandendur og fagaðila. Þá er einnig hægt að hlýða á upplestur ljóða og er spiluð frumsamin tónlist á milli þátta eftir félagsmenn og er allur þessi flutningur endurgjaldlaus. Þegar tölvunotandi fer inn á heimasíðu félagsins, þá fer útvarpið sjálfkrafa í gang og á er þarna er kominn vettvangur fyrir félagsmenn að koma upplýsingum á framfæri með fjölbreyttari hætti en áður.