
Vel heppnaðir tónleikar FAÐMS, Heilaheilla var í SALNUM, Kópavogi, 14. október sl. og fram komu Magnús Þór, KK, þau hjónin Þórunn Lárusdóttir [verndari FAÐMS] og Snorri Pedersen, Villi Naglbítur, Sigríður Thorlacius, Baggalútur, að ógleymdum Bigga og félaga, sem eru Heiðar í Botnleðju og Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður á Rás 2 er var jafnframt kynnir kvöldsins. Katrín Júlíusdóttir, ráðherra og félagi í Heilaheill, gat ekki sökum anna opnað tónleikanna svo Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, opnaði og sleit þeim og þakkaði tónlistarmönnunum, er unnu frábært verk endurgjaldlaust, svo og áhorfendum fyrir komuna og stuðninginn.