
Slagdagurinn á Glerártorgi 31.10.2009 tókst með ágætum og félagar HEILAHEILLA ásamt hjúkrunarfræðingi og lækni gerðu áhættupróf á u.þ.b. 80 manns, sem voru gestir og gangandi, – þá að þeim kostnaðarlausu. Í lokin vildu margir ólmir láta mæla sig. Mikið var rætt um salt í mat og lögðu allir sig í framakrók um að ræða sem mest um það og einnig um háþrýsting hvað hann væri mikill áhættuþáttur við slagið. Dagurinn tókst með ágætum og bók sem var til sýnis frá Lýðheilsustöð var vel tekið mörgum leist mjög vel á hana og hefðu viljað kaupa hana á staðnum.