
Laugardaginn 12.12.2009 tók formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, þátt í sögulegu málþingi á vegum margra félagasamtaka, fagaðila, sjúklingafélaga og styrktaraðila undir stjórn Reykjavíkurakademíunnar, er vildu vekja athygli á byggingu nýs sjúkrahúss. Margir tóku til máls og tekið var fram í upphafi að með málþinginu væri ekki verið að koma í veg fyrir byggingu sjúkrahússins, heldur ræða ýmsa fyrirvara og vankanta í framkvæmdinni. Málþingið stóð nær allan daginn og skiptust menn á skoðunum og vert væri að félagar HEILAHEILLA fylgdust vel með umræðunni, bæði er varðar bráðamóttöku spítalans og endurhæfingarsvið hans.