
Go Red dagurinn var haldinn í Hátíðarsal Háskóla Íslands sunnudaginn 21.02.20101 og fulltrúar HEILAHEILLA, þær Dagmar Bjartmars, Ólöf Þorsteinsdóttir og Hildur Grétarsdóttir rauðklæddar að vanda og var þátttaka mikil. Góðir fyrirlestrar voru og sérstakan athygli vakti framlag HEILAHEILLA, er Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, félagi í Heilaheill flutti eftirminnilegan hátt. Flutti hún frásögu sína á látlausan og áhrifamikinn hátt. Eftir dagskránna í hátíðarsalnum streymdi fólk (aðallega konur) niður í anddyrið og þar þröngt á þingi. Færri komust því að borðunum en vildu.