
Vel heppnaður aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn í Hringsalnum og í fundarsal FSA Akureyri laugardaginn 27.02.2010 í beinu fjarskiptasambandi. Gengið var til venjubundinnar dagskrár og Sigurður H Sigurðarson var kosinn fundarstjóri og Helga Sigfúsdóttir á Akureyri ritari. Þórir Steingrímsson, formaður flutti skýrslu stjórnar og Edda Þórarinsdóttir fylgdi reikningunum eftir. Innlegg í skýrslu formanns flutti Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grensásdeildar og félagi í Heilaheill, stutta skýrslu um aðkomu Heilaheilla í átakinu „Á rás fyrir Grensás“. Eftir að formaður lauk skýrslu sinni var gengið til ákvörðunar um félaga í nefndir á vegum félagsins, en vísað var til stjórnar því sem fundurinn tók ekki ákvörðun um. Engar tillögur um lagabreytingar voru bornar fram og stjórnin er óbreytt fram að næsta ári. Eftir gómsætt kaffi ræddu félagsmenn um störf félagsins og hvert ætti að vera markmið þess í komandi framtíð.