
Eftir að formaðurinn Þórir Steingrímsson, flutti stutta skýrslu um starfið á vel sóttum fundi félagsins og vaki athygli á niðurstöðu aðalfundar í lok síðasta mánaðar þá sagði Jón Karl Friðrik Geirsson, prófessor, sína sögu frá því hann fékk áfallið og hvernig að endurhæfingu hans var staðið. Vakti mikla athygli frásaga hans hvernig þátttaka hans í atvinnulífinu hófst að nýju. Eftir hann svaraði fyrirspurnum þá fengu fundarmenn sér gott kaffi sem var borið fram af kaffihópnum og eftir það kom fram Heiðar Örn Kristjánsson, leikskólakennari, trúbador og meðlimur í hljómsveitinni Botnleðju fram og söng nokkur lög. Nokkrir, er nýlega hafa fengið slag, sóttu fundinn og fylgdust með áhuga hvað fram fór og einn hafði á orði að heimasíða félagsins hefði, það sem væri undri frásögum félaga, hefði bjargað sér.