Annasamur dagur var hjá formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, er sat tvo fundi dags.24.03.2010, annan á vegum heilbrigðisráðuneytisins og hinn á vegum yfirstjórnar LSH.
Heilbrigðisráðuneytið bauð „þriðja geiranum“, sjúklingafélögunum, að eiga orðastað við Álheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, um ýmis málefni á Grandhóteli, er varða stefnu ráðuneytisins. Þarna voru saman komnir fulltrúar hátt í hundrað sjúklingafélaga er báru fram spurningar til ráðherra, er svaraði af þekkingu.
Þá sat formaðurinn kynningarfund yfirstjórnar LSH seinna um daginn í Hringssalnum, við Hringbraut, þar sem kynnt var undirbúningsvinna við opnun Bráðadeildar G-2 í Fossvogi dags.08.04.2010. Þar sem formaður HEILAHEILLA, sat í undirbúningshópi á vegaum LSH sem fulltrúi SAMTAUGAR, þá notaði tækifærið við að koma að athugasemdum er varðar móttöku og á taugasjúklingum og meðferð á þeim. Virtist sem ríkari áhersla verði lögð á greiningu þeirra er kenna sér slags og er Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur, í vinnuhópi er skilgreinir vinnuferla í því sambandi, en hann situr í stjórn HEILAHEILLA. Samkvæmt forgangsröðun munu þeir, er kenna sér slags, fá tafarlausa meðferð á I. stigi eða þar sem hún er metin á II. stigi sem yfirvofandi hættuástand. Starfsfólk Landspítalans ætlar að vera í stakk búið til þess að mæta auknu álagi vegna mikils fjölda slasaðra og veikra. Til staðar þarf að vera samhæft starfsfólk og góð viðbragðsáætlun og þá farnast öllum sem hlut eiga betur þegar vá ber að dyrum. Viðbragðsáætlunin verður uppfærð og yfirfarin af starfsfólki bráðasviðs og geta félagar HEILAHEILLA komið að athugasemdum er betur mætti fara í heilaheill@heilaheill.is.
Sjá myndir hér!
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.