Við erum hér fyrir þig!

Fimmtudaginn 8. apríl 2010 var formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, viðstaddur þega sameinuð  bráðamóttaka Landspítalans, í Fossvogi, var formlega opnuð við mikla athöfn, undir slagorðunum „Við erum hér fyrir þig“!  Gert er ráð fyrir að um 100 þúsund manns, – er svarar til tæplega þriðjungs þjóðarinnar, komi á deildina á ári.  Í máli þeirra er héldu ræður kom fram að þetta eigi að bæta þjónustu og stytta biðtíma.  Þá mun aðstaða sjúklinga og starfsfólks batna til muna.  Miklar endurbætur og breytingar hafi verið gerðar á húsnæðinu og mikil áhersla hefur verið lögð á bráðamóttöku hjartasjúklinga.  Í starfshópi er formaðurinn HEILAHEILLA sat í fyrir hönd SAMTAUGAR var lögð einnig rík áhersla á bráðamóttöku og greiningu á taugasjúkdómum s.s. slags, flogaveikikasts o.s.frv..  Samkvæmt forgangsröðun munu þeir, er kenna sér slags eða fá einhver bráðaeinkenni fá tafarlausa meðferð skv. I. stigi eða  þar sem hún er metin yfir á II. Stigi, sem yfirvofandi hættuástand.  Hvað varðar hjartasjúklinga mun sameining bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og á Hringbrautar ekki lengja tímann er á líður frá því sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi, uns hann er kominn undir hendur sérfræðinga á Hringbraut.  Þetta kom fram í svari Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á þingi.  Þá kom einnig fram í svari ráðherra segir að í undirbúningi fyrir sameiningunni hafa fjölmargir starfshópar unnið að endurskoðun verkferla til að bæta þjónustu og koma í veg fyrir tafir í meðferð við breytingarnar. Þannig hafi sjónum verið beint sérstaklega að sjúklingum með bráða kransæðastíflu sem þurfa að komast í hjartaþræðingu innan 90 mínútna frá komu. Framkvæmdar hafa verið tímamælingar á slíkum ferli sem hefst í Fossvogi og sýna þær að hægt er að undirbúa sjúkling fyrir þræðingu og flutning á 10-15 mínútum, um leið og hjartaþræðingarteymi er kallað út. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans segir spítalann koma til með að ná fram 200 milljóna króna hagræðingu á ári með sameiningunni.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur