Hinn reglulegi laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn á veralýðsdaginn 1. maí 2010 í Rauða salnum og sá síðasti fyrir sumarfrí. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, flutti stutta skýrslu um félagið og starfið framundan. Gunnar Þórðarson, hljómlistamaður og tónskáld, heiðraði samkomuna með nærveru sinni, söng lög eftir sjálfan sig og sagði frá tilurð þeirra við góðar undirtektir.
Þá kom Elísabet Arnardóttir, talmeinafræðingur á Landspítalanum/Grensási einnig í heimsókn ræddi við fundarmenn um “Mál málanna”. Hefur unnið við endurhæfingu í 20 ár, vann á spítala í Kanada eftir nám, síðan á Grensási, svo á Reykjalundi í 15 ár og hóf störf aftur á Landspítalanum í árslok 2008, þar sem hún starfar nú. Lagði hún áherslu á að allir kynntu sér fyrirlestur sem er hér[á ensku]! Þá var Magnhildur Gísladóttir, kosin á þessum fundi, sem annar fulltrúi félagsins á þing Sjálfsbjargar sem verður í lok þessa mánaðar.