Góður og vel sóttur fundur var á Akureyri 6. maí 2010, þar sem þeir Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir endurhæfingar FSA og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, fluttu erindi um slagið, orsakir þess og afleiðingar. Á fundinum voru bæði sjúklingar, aðstandendur og fagaðilar og voru margar fyrirspurnir bornar upp. Mikið líf er komið Norðurdeild HEILAHEILLA og hafa verið tíðir fundir þar eins og á höfuðborgarsvæðinu. Í ráði er að vera með gönguhópa á Akureyri fyrir alla er áhuga hafa, þá undir stjórn sérstaks sjúkraþjálfara. Þarna er verið að hugsa um sameina fólk er hefur orðið fyrir áfalli og skiptir ekki máli hverskonar sjúkdómur hafi verið orsökin. HEILAHEILL er sameiningarafl þeirra er berjast í að koma einstaklingum, er hafa orðið fyrir áfalli, sem fyrst út í atvinnulífið, því „Þetta er ekki búið“, – „Áfall er ekki endirinn!“.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.