
Góður fundur var með forystumönnum HEILAHEILLA, þeim Þóri Steingrímssyni, formanni, Eddu Þórarinsdóttur og Alberti Páli Sigurðssyni, meðstjórnendum og fulltrúum yfirstjórnar Reykjalundar, undir forystu Ólöfu H Bjarnadóttur, yfirlækni á tauga- og hæfingarsviði. Var rætt um aukið samstarfið, eins og fram kom á aðalfundi félagsins og farið var yfir stöðu framhaldsmeðferðar sjúklinga, er hafa orðið fyrir áfalli, sérstaklega taugasjúklinga og má finna hugmyndafræði deildarinnar hér! Að þessum árangursríka fundi loknum var ákveðið að halda þessu samstarfi áfram.