
Norðurlandshópur Heilaheilla fyrirhugar dagsferð laugardaginn 12. júní 2010.
Farið verður frá Akureyri til Ólafsfjarðar og þaðan til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng ef mögulegt er, annars um Lágheiði. Skoðunarferðum Síldarminjasafnið og matur á Siglufirði. Haldið heim um Skagafjörð með viðkomu á Véla- og samgönguminjasafninu Stóragerði. Lagt af stað frá Akureyri kl:10:00 og komið heim um kl: 18:00.
Nánari upplýsingar og skráning hjá
Helgu í síma 4631107 eða
Páli í síma 4613844
fyrir 1. júní.