
35. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, hófst samkvæmt venju og sátu þau Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, Sævar Guðjónsson og Magnhildur Gísladóttir þar fyrir hönd félagsins. Eftir kosningu þingforseta og þingritara. var farið yfir kjörbréf fulltrúa. Þá gerðu þeir Ragnar Gunnar Þórhallsson fráfarandi formaður og Þórir, fráfarandi gjaldkeri, grein fyrir störfum og stjórnar og stöðu reikninga samtakanna. Eftir nokkrar fyrirspurnir voru ýmsar ályktunartillögur kynntar og var gerð grein fyrir framtíðarstarfi Sjálfsbjargar, í ljósi væntanlegrar yfirfærslu verkefna, frá ríki til sveitar. Var þungt hljóð í þingmönnum um þær fyrirætlanir. Hlé var gert á þingstörfum til morguns.