
Formaður HEILAHEILLA fór á góðan kynningarfund um NPA [Notandastýrð persónuleg aðstoð] er var á Grand Hóteli, þar sem stofnun samvinnufyrirtækis um notendastýrða persónulega aðstoð [NPA] var kynnt, en hún á að fara fram með formlegum hætti 16. júní n.k.. Heilaheill hefur haldið marga fundi um málefnið og kynnt það vel fyrir sínum félagsmönnum allt frá árinu 2006 og má finna upplýsingar um það hér á heimasíðunni. Að auki eru nokkur myndbönd undir hnappinum „VIDEO“ þar sem þessu máli er fylgt eftir. Þá fylgdi Hallgrímur Eymundsson formaður NPA hópsins efninu eftir og síðan tók Freyja Haraldsdóttir við. Þá var sýnd kvikmynd um starfsemi ULOBA í Noregi, er byggir á sömu hugmyndafræði. Ragnar Gunnar Þórhallsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, lsf., tók við og útskýrði lagalega stöðu fatlaðra í samfélaginu. Þar kom fram að með stofnun þessa samvinnufélags er verið að snúa píramídanum við og afstofnanavæða kerfið, gera það óvirkt og hafa þjónustu við fatlaða eingöngu einstaklingsmiðaða, svo að þeir geti öðlast sjálfstætt líf!