Stjórn LSH hefur ákveðið að loka taugadeildinn B2 í 8 vikur í sumar! Stjórn HEILAHEILLA lýsir áhyggum sínum yfir þessum ráðstöfunum, sem er vegna sparnaðar. Það er mat félagsmanna að þetta getur jafnvel varðað mannslíf! Það er óumdeilt að rétt og kunnáttuleg bráðameðferð meðferð við upphaf slagsi hjá vel þjálfuðu og samhæfðu starfsfólki í heilbrigðiskerfinu um land allt, taugadeild Landspítala [slagteymi], geti skipt sköpum, hvort viðkomandi yfirleitt lifir af eða fái góðan bata eða geti snúið aftur út í atvinnulífið. Sama má segja um hjartaáföll, en vonandi stendur ekki til að loka hjartadeild Landspítalans af sömu ástæðum, – enda væri það fásinna. Þess vegna eru þær fréttir er bárust félögum HEILAHEILLA að loka ætti taugadeildinni í sumar reiðarslag, en markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag. Í sjónvarpsviðtali lýsti Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, sinni skoðun á þessar ráðstöfun og skorar hann á yfrstjórn LSH að setja slagsjúklinga undir sama forgang og hjartasjúklinga, að öðrum kosti er landsmönnum bannað að fá slag í þær 8 vikur sem B2 er lokað!
Sjá sjónvarpsviðtalið hér! Grein Þóris Steingrímssonar um lokunina hér á heimaíðunni.