Farið verður frá Hátúni 12 [vestur enda], laugardaginn 14. ágúst 2010 kl.10.00. Leiðsögumaður verður Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Farið verður sem leið liggur til Stykkishólms og skoðaðir áhugaverðir staðir og borðaður hádegisverður. Síðan haldið í Bjarnarhöfnsem er bær og kirkjustaður í Hraunsvík vestan við Stykkishólm. Bjarnarhöfn er t.d. þekkt fyrir verkun á hákarli. Síðan verður haldið heim á leið en drukkið síðdegiskaffi á einhverjum góðum stað. Meira um ferðina síðar og kostnaði verður haldið í lágmarki og er fargjaldið kr. 5.000,- á mann.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til Birgis Henningssonar sími 821 5174 (biggh@simnet.is) eða Kristjáns Eiríkssonar s. 893 2904 (berganna@simnet.is).