Heilakaffi í MS Húsinu!

Samkomulag hefur tekist á milli HEILAHEILLA og forsvarsmanna MS-félagsins, um að HEILAHEILL fái að halda kaffifundi að Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík, [beint á móti “Borgarspítalanum”] – til handa þeim er þurfa á endurhæfingu að halda vegna heilaslags.  Eru slíkir fundir kallaðir Heilakaffi og eru þátttakendur allir þeir er hafa við ýmsa erfiðleika að stríða eftir áfallið, sjúklingar sem aðstandendur.  Má þar nefna er þeir sem hafa t.d. gaumstol, málstol eðahugstol, geta rætt mál sín á milli.  Hafa margir þessara þátttakenda verið áður í þjálfun víða, t.d. á Grensási, Reykjalundi, Kristnesi og á öðrum heilsugæslustöðvum, en þurfa að frá að hverfa vegna sparnaðar. 

 

Er í ráði að halda slíka fundi vikulega næsta mánuð, þá á þriðjudögum frá kl.11:00-12:00.

MS félagið býr yfrir góðri aðstöðu með fundarsal, er hentar þessari enduhæfingu og eru allir, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki, sjúklingar eða aðstandur beðnir um að hafa samband við félagið í s:860 5585, eða í netfangið Heilaheill@heilaheill.is og lýsa áhuga sínum í að taka þátt í þessum kaffifundum.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur