
Þórir Steingrímsson, formaður, gaf skýrslu um stöðu félagsins í samstarfi við aðra aðila í samfélaginu t.d. um forvarnarþáttinn, s.s. með Hjartaheill og Hjartavernd á alþjóðlega hjartadeginum er verður sunnudaginn 26. september n.k. og hvað viðkemur endurhæfingu á landsvísu. Þá voru sýndar myndir of sjónvarpsþáttur frá fyrri tíð, er vakti mikla athygli. Síðan komu þær Edda Þórarinsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkonur, tóku lagið [rútubílasöngva] við góðar undirtektir, þar sem þær gátu ekki tekið þátt í sumarferð félagsins. Var söngvunum skilað við mikla kátínu. Þá voru ræddar hugmyndir um “Heilakaffi” og framvinduna í þeim málum. Á fundinum skilaði kaffihópurinn veglegu kaffiborði að vanda og kunna allir fundarmenn þeim miklar þakkir fyrir. Sjá myndir hér!