
Á reglulegum laugardagsfundi HEILAHEILLA 02.10.2010 fór formaðurinn Þórir Steingrímsson yfir stöðu félagsins og sýndi myndir frá fyrri tímum. Þá greindi Krístín Stefánsdóttir, stjórnarmaður í HEILAHEILLog í styrktarsjóðnum Faðmi, frá starfsemi sjóðsins og væntalegri breytingar í stjórn hans, þar sem Katrín Júlíusdóttir, ráðherra, víkur úr stjórn hans sem formaður. Þá greindi Þórir frá væntanlegum Slagdegi er verður þann 16.10.2010. Svaraði hann fyrirspurnum og greindi einning frá kaffihópum félagsins og að fengin hafi verið góð aðstaða fyrir þá á 19. hæð í Turninum [Veisluturninum] við Smáratorg, Kópavogi. Þá bauð Edda Þóarinsdóttir, leikkona, upp á óvænta og skemmtilega uppákomu, þar sem hún kom í fallegum kjól er henni hotnaðist í sjónvarpsviðtalsþætti „Hjá Sirrý“ fyrir nokkrum árum og sýndi fundargestum. Að sjálfsögðu var gætt að góðu morgunkaffi kaffihópsins, er Gunnheildur Þorsteinsdóttir stýrir.