
Fyrsti fundur hjá Faðmi-Heilaheill var haldinn á Cafe Milano Faxafeni 11, (við hliðina á Partýbúðinni) fimmtudaginn 7. október s.l. kl:20:00. Faðmur styrkir foreldra sem fengið hafa heilaslag og eru með börn 18 ára og yngri á sínu framfæri. Sjóðurinn er ekki framfærslusjóður heldur ætlað að mæta þekktum og óvæntum útgjöldum er snúa að börnum á heimili þess sem fyrir sjúkdómnum verður. Þessi fundur var vel sóttur og var kvöldið ánægjulegt, þar sem rætt var um marga hluti er snúa að veikindinum. Fram komu fram margar hugmyndir sem er ætlunin að framkvæma. Næsti fundur verður fimmtudaginn 4.nóvember og á sama stað, Cafe Milano Faxafeni 11, (við hliðina á Partýbúðinni). Allir velkomnir!