
Heilaheill á Norðurlandi hélt súpufund þriðjudaginn 12. október á veitingastaðnum Greifanum. Rætt var um slagdaginn sem verður næstkomandi laugardag á Glerártorgi. Sagt var frá því að Ingvar Þóroddsson og Páll Árdal yrðu í viðtali á sjónvarpstöðinni N4 næstkomandi föstudag í tilefni slagdagsins. Einnig var ákveðið að halda fund annan Þriðjudag í mánuði á Greifanum kl. 18°° og myndu menn fái sér súpu meðan á fundinum stæði.