Slagdagurinn verður haldinn í 4 skiptið á Íslandi laugardaginn 16.10.2010 í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi milli kl.13:00 og 16:00. Gestum og gangandi er boðið upp á fræðslu, blóðþrýstingsmælingu og fara í mat á því að fá slag næstu 10 árin. Þema dagsins er TIA eða skammvinn heilablóðþurrð.
Einkenni TIA (Transient Ischmic Attack) eru þau sömu og slags, nema að þau ganga fljótt yfir, oft á innan við 20 mínútum. Á síðustu árum hefur komið í ljós að hættan á að fá slag í kjölfar TIA er mun hærri en áður var talið. Um 10 – 15% fólks með TIA fær slag innan 3ja mánaða frá kasti. Helmingur þeirra verður innan 48 klst. Því er mikilvægt að þeir sem fá TIA komi til greiningar og meðferðar innan 24 klst. frá kasti