
Slagdagur HEILAHEILLA 16.10.2010 tókst mjög vel og við góðar undirtektir í Smáralindinni, Kringlunni og á Glerártorgi, Akureyri. Á þessum stöðum voru læknar, taugasérfræðingar og hjúkrunarfræðingar, er buðu vegfarendum upp á almenna fræðslu um slag og blóðþrýstingsmældir og spurningar lagðar fyrir þá og fyrsta mat á áhættu metið. Sem beturfer var enginn sendur upp á bráðamóttöku i þetta sinn og verður að segja að það sé góður árangur fyrir alla aðila.