
Heilaheill á norðurlandi hélt slagdaginn 16. október á Glerártorgi. Aldrei hafa eins margir komið í mælingu eins og núna. Mikla lukku vakti þegar Lilli klifurmús og bakaradrengurinn úr Dýrunum í Hálsaskógi komu í mælingu eins og margir aðrir. Þetta var vel heppnaður dagur hjá okkur fyrir norðan. Við viljum minnna á að við höldum fund annan þriðjudag í mánuði á veitingahúsinu Greifinn klukkan 18°° og fáum okkur súpu, brauð og salat. Það eru allir velkomnir.